Leikjavalið í júlí

Í hverjum mánuði bætist fjöldi leikja við á Play. Við í ritstjórn Play ætlum að deila nýju uppáhaldsleikjunum okkar til að hjálpa þér að velja. Leikir í kastljósinu hafa heillað okkur upp úr skónum með stórkostlegu myndefni, notendavænni spilun eða annarri snilld. Við erum þess fullviss að þú fellur fyrir leikjum mánaðarins.
Efst á baugi í júlí
Vampire's Fall 2
Early Morning Studio
Inniheldur auglýsingarInnkaup í forriti
4,7
32,9 þ. umsagnir
100 þ.+
Niðurhal
Efnisflokkun
PEGI 12
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Rólega lífið í Graveholme-þorpinu er í þann mund að umturnast. Þegar leyndardómsfullur aðkomumaður breytir þér í vampíru þarftu að sigrast á blóðþorstanum til að takast á við ómögulegt verkefni: Að bana vampírukonunginum og frelsa heiminn undan miskunnarlausri harðstjórn hans.
Vampire’s Fall 2 er stútfullur af spennandi hliðarverkefnum, gamaldags gotneskum smáatriðum og yfirnáttúrulegum eiginleikum sem þú getur prófað þig áfram með í bardaga. Hvort sem þú laðast að söguþræðinum eða krefjandi bardögunum mun leikurinn svala þorsta þínum.
Hvort sem þeir reyndu á, veittu okkur gleði, ró eða hræddu úr okkur líftóruna þá eru þetta leikirnir sem standa upp úr þennan mánuðinn.
Fyrir þau sem vilja eitthvað óhefðbundnara bendum við á safn bestu indíleikjanna þar sem skoða má bestu nýju indíleiki mánaðarins á Play.
Kannaðu nýjustu viðbæturnar við Play Pass – fáðu ótakmarkaðan aðgang að hundruðum úrvalsleikja sem allir eru lausir við innkaup í forriti eða auglýsingar.
Veltirðu fyrir þér hvaða leiki þú getur hlakkað til að spila næstu mánuðina? Skoðaðu forskráningarsafnið okkar og skráðu þig til að fá sérstök fríðindi og bónusa.